fimmtudagur, ágúst 28, 2003

enn af mínum...

fór til reykjavíkur í gær....aftur, til að mixa Sænska stúlku frá New York sem heitir Åsa Rydman, á gauki á stöng. Þetta var svona líka prýðilega skemmtilegt og tókst hreint með ágætum. Hún var nú líka ekki með neina aumingja með sér: Róbert Þórhalls á bassa, Vigni á kíbord, Edda Lár á gítar og Kristinn (einhver þrusugóður FÍH strákur) á trommur. Svo voru þær Hera Björk og Magga Stína (Fabúla) í bakröddum.. Þetta var ansi skemmtilegt, doltið djassí á köflum og út í fönk og svo hérumbil út í léttasta popp. Þessi stelpa, Åsa er semsagt sænsk en flutti til NewYork og hefur meðal annars sett upp sjóið "Seeds of Love", sem mér skilst að hafi lukkast voða vel..
það er svolítið skemmtilegt að ég hafði aldrei heyrt neitt með henni þegar ég mætti í gær í þetta djass-umhverfi.. svo hlustaði ég á nýjustu plötuna hennar á leiðinni heim í nótt, og þá er þetta á köflum prógrammerað ofurpopp, sem semsagt var svo snúið í meira djassí pælingar á gauknum.. afar skemmtilegt..

Nóg í bili..

1 Comments:

Blogger Unknown said...

Binary options are a great option for earning a housewife. I read a lot of bad reviews about binary options - a lie! Ask whether it is possible to make binary options? Can!!! Enjoys an excellent strategy to binary options, all happy! Strategy took away option-strategies.org/strategies/

04 mars, 2016 15:08  

Skrifa ummæli

<< Home