föstudagur, september 05, 2003

Þrái að sofna

Þrái að sofna
eftir hörmungar dagsins
en ligg andvaka,
góni upp í loftið,
fylgist með flugu
labba í loftinu,
kötturinn sefur,
malar hátt,
heyri suðið í vélinni
og þyngslin á
andlitinu mínu
eru að gera mig
gamlan fyrir aldur fram.Stefán B. Heiðarsson
1969-

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home