þriðjudagur, mars 29, 2005

::: stórgott :::

kominn heim til akureyrar eftir mikið fjör..
gott var í RAH... mjög gott, sko alveg ljómandi hreint fínt.. sei sei já.
gott var líka með bítlahljómsveitinni hljómum og karlakórnum heimi... já já... ljómandi fínt...
skínandi gott var að sjá piltana ungu og nánast alla fjölskylduna um páskana... alveg hreint út sagt prýðilegt... þaeldénúh..

og það er víst rétt hjá munda, það er tvöþúsundogfimm þetta árið...

fimmtudagur, mars 24, 2005

::: jahérna hér :::

júhú... var að setjast í annað skiftið að á hæ tekk hótelinu mínu, sem er bara ALGJÖR snilld...
Þessi ferð er búin að vera algjör snilld só far...Bertabúð (íslensk þýðing Munda á Royal Albert Hall) er það FLOTTASTA sem ég hef séð ever!!!!... en nú að mikilvægari og persónulegri málum... Núna rétt áðan sat ég niðri á bar og var að spjalla við hana Catherine, sem fyrir utan það að vera hið fegursta fljóð og í alla staði hin árennilegasta, þá er hún systir Brian May!!!!!!! Þeir sem vita ekki hver það er ættu að vera einhversstaðar annarsstaðar..... (eða fletta á gúggúllpúnkturkomm...eða hringja í rabba aka jón rafnar). hún var að bjóða gamla í lítið partý hér handan við hornið... kannski þessvegna verður bloggið svona stutt???......

Í dag var það besti matur sem ég hef á ævinni smakkað ; Peking-önd...krissbí... semsagt, krissbí pekíngönd... algjörlega setur sússí í annað sætið og lambið í 49.
Jón Ársæll tiltölulega ferskur á barnum og sagði mér frá LSD vímu í denn.... gæjinn bara rúlar!!!!

Förum öll úr fötunum og sturtum í okkur nokkrum viðeigandi...

skál og bæ...

ritað í Lundúnum í marsmánuði tvöþúsundogfjögur,

Sulli

mánudagur, mars 21, 2005

::: lon & don :::

júhúts... er að fara á morgun til UK til að roooookka feeeeeeeitt hérna, þar sem m.a. uppáhaldsplatan mín 24 nights with Eric Clapton var tekin upp...
svo fékk ég ánægjulegt símtal áðan... maður sem vill kaupa íbúðina mína ! :-)

þriðjudagur, mars 15, 2005

::: jahá!:::

Ég hef ákveðið að hætta að vera sár út af blogginu sem hvarf, það hefur lítið upp á sig. Ég nota bara Mozilla hér eftir þegar ég þarf að blogga og svo ctrl-c í tíma og ótíma....
Ég var nú rétt áðan í einu mest stressandi "giggi" sem ég hef tekið að mér um ævina, nema kannski fyrir utan opnunaraktið í Háskólabíói fyrir réttum 10 árum síðan...
Allavega hélt ég fyrirlestur fyrir 15 krakka/unglinga hér hinu megin við fjörðinn. Ég talaði nær stanslaust í 90 mínútur um undirbúning á rokktónleikum... græjur, mannskap, skipulagningu o.fl. auk þess sem ég sýndi þeim myndir frá Metallica uppsetningunni, nokkra ridera og svoleiðis, fór alveg út um holt og hæðir, úr einu í annað og talaði og talaði og talaði... Aumingjans börnin eru sjálfsagt enn ruglaðri í rýminu en áður...
Þetta var ferlega stressandi, framan af... svo smám saman lagaðist það held ég.

Annars er allt frábært.. nema að það gætu verið komin 1 - 2 böbb í bátana varðandi Lundúnaferðina...spurning hvort ég fari nokkuð... en það er ekkert annað að gera en að vona það besta.

áf vídersen..

sulli sívertsen.

sunnudagur, mars 13, 2005

::: depurð :::

ég var búinn að blogga lengsta blogg sem ég hef nokkutíman gert og helvítis explorer ógeðið týndi því.... ég er sár.. kannski mest út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki gert "control-c", eins og ég geri yfirleitt....

jæja.. kannski kemur andinn yfir mig aftur..
........ kannski ekki.....

bæ.

mánudagur, mars 07, 2005

::: Helgin og sonnah :::

Hæ öll....

Nú er ég að verða búinn að koma fyrirtækinu sæmilega fyrir, þó er ýmislegt eftir... sei sei já.. Ég fór í fyrsta ædolpartýið mitt á fös hjá Helguhin, bara alveg þrælgaman.. já já.. og auðvitað vissi ég ALLAN TÍMANN hver ynni þetta...heheheheh...

ég er með ælupest og ætla að drífa mig á salernið.

Lifið 1/1