þriðjudagur, mars 15, 2005

::: jahá!:::

Ég hef ákveðið að hætta að vera sár út af blogginu sem hvarf, það hefur lítið upp á sig. Ég nota bara Mozilla hér eftir þegar ég þarf að blogga og svo ctrl-c í tíma og ótíma....
Ég var nú rétt áðan í einu mest stressandi "giggi" sem ég hef tekið að mér um ævina, nema kannski fyrir utan opnunaraktið í Háskólabíói fyrir réttum 10 árum síðan...
Allavega hélt ég fyrirlestur fyrir 15 krakka/unglinga hér hinu megin við fjörðinn. Ég talaði nær stanslaust í 90 mínútur um undirbúning á rokktónleikum... græjur, mannskap, skipulagningu o.fl. auk þess sem ég sýndi þeim myndir frá Metallica uppsetningunni, nokkra ridera og svoleiðis, fór alveg út um holt og hæðir, úr einu í annað og talaði og talaði og talaði... Aumingjans börnin eru sjálfsagt enn ruglaðri í rýminu en áður...
Þetta var ferlega stressandi, framan af... svo smám saman lagaðist það held ég.

Annars er allt frábært.. nema að það gætu verið komin 1 - 2 böbb í bátana varðandi Lundúnaferðina...spurning hvort ég fari nokkuð... en það er ekkert annað að gera en að vona það besta.

áf vídersen..

sulli sívertsen.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home