fimmtudagur, mars 24, 2005

::: jahérna hér :::

júhú... var að setjast í annað skiftið að á hæ tekk hótelinu mínu, sem er bara ALGJÖR snilld...
Þessi ferð er búin að vera algjör snilld só far...Bertabúð (íslensk þýðing Munda á Royal Albert Hall) er það FLOTTASTA sem ég hef séð ever!!!!... en nú að mikilvægari og persónulegri málum... Núna rétt áðan sat ég niðri á bar og var að spjalla við hana Catherine, sem fyrir utan það að vera hið fegursta fljóð og í alla staði hin árennilegasta, þá er hún systir Brian May!!!!!!! Þeir sem vita ekki hver það er ættu að vera einhversstaðar annarsstaðar..... (eða fletta á gúggúllpúnkturkomm...eða hringja í rabba aka jón rafnar). hún var að bjóða gamla í lítið partý hér handan við hornið... kannski þessvegna verður bloggið svona stutt???......

Í dag var það besti matur sem ég hef á ævinni smakkað ; Peking-önd...krissbí... semsagt, krissbí pekíngönd... algjörlega setur sússí í annað sætið og lambið í 49.
Jón Ársæll tiltölulega ferskur á barnum og sagði mér frá LSD vímu í denn.... gæjinn bara rúlar!!!!

Förum öll úr fötunum og sturtum í okkur nokkrum viðeigandi...

skál og bæ...

ritað í Lundúnum í marsmánuði tvöþúsundogfjögur,

Sulli

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home