mánudagur, desember 24, 2007

::: rólegheit :::

Þá er maður bara kominn "heim" í rólegheitin hjá mömmu og pabba. Það er alltaf svo gott að koma hingað norður og gera sem allra minnst.

Kæru vinir og allir hinir líka:

Mínar bestu óskir um gleðileg jól og étið þið nú á ykkur gat/göt.. nú er tíminn!

hó hó hó..

þriðjudagur, desember 18, 2007

::: bara endalaust! :::

Það er aldeilis að maður er að rakna úr roti bloggleysis og ritstíflu... Bara blogg á hverjum degi!

Nú sem svo allt of oft er allt vitlaust að gera. Ég þarf að ganga frá einni plötu í kvöld og svo er auðvitað nokkurskonar frumsýningarvika núna, þar sem þetta er síðasta vikan fyrir frumsýningu á Súperstar, því að frá síðasta æfingadegi og fram að general-prufu líða 5 dagar... og það er alveg hellingur á þessu viðkvæma og mikilvæga tímabili í ferlinu... En það er ekkert víst að þetta klikki.. Ég held meira að segja að þetta sándi bara nokkuð vel, þó ég segi sjálfur frá.
En svakalega tekur það allt úr manni að standa í þessu. Ég finn ekki minnstu agnarögn af jólaspenningi eða tilhlökkun.. sem er ekki gott. Maður verður að fara að slaka aðeins á í þessu, enda hefur þetta bull álag aldeilis kostað sitt.. og miklu meira en það.

Jæja nóg af væli..

Kannski kemur meira fljótlega, hver veit? :-)

sunnudagur, desember 16, 2007

::: vá hvað það er langt síðan! :::

Ja hérna hér..

Ég gerði mér enga grein fyrir að það er svona langt síðan ég bloggaði síðast!

Kannski það líði ekki svona langt næst... en það verður tíminn að bera í skauti sér.