sunnudagur, ágúst 03, 2003

Nýtt dót prófað á Kántrýhátíðinni...nördablogg
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka í notkun nýtt hljóðkerfi um verzlunarmannahelgina, sem samanstendur af JBL speakerum (e-ð sérsmíðað og voða fínt) sem var keyrt af Crown e-ð 3000 mögnurum og DBX "Drive-Rack" Soundcraft 324 live digital mixer, upgrade-aður í 24 rásir, DBX 166 Compressorum og fleira.. Þetta var semsagt alveg brand njú, sumt ennþá í pappakössunum, plastað og fínt. Ég var nú svolítið hræddur við að taka við þessu svona nýju.. (gallar og einhverjir böggar eru jú ekki alveg útilokaðir í þessum bransa).... Ég hef nú ekki verið neinn JBL maður hingað til.. langt í frá. EN þetta system SVÍNVIRKAR!!!!! jafnt og mjúkt og digital mixerinn sem ég var búinn að sitja við eina nótt á Garðaveginum og stúdera reyndist bara alveg ágætur. Ég hef aldrei áður unnið á svoleiðis græju af neinu viti, en hann kom mér á óvart.. Fínir pre-ampar og mjög "user friendly", þó eru innbyggðu Lexicon reverbin ekkert frábær, en sleppa til.. Ef ég man rétt, þá eru botnarnir samansettir af 2x "18 einhverjum voða fínum dræverum og topparnir "15, "10 og tiltölulega lítið horn.. veit ekki hversu lítið..en alveg yfirdrifið nóg..dreifingin er 90* x 50*. Það er víst best að taka það fram að það er Hljómsýn sem flytur inn þetta magnaða kerfi.. ef ykkur skildi einhvertímann detta í hug að tékka á þessum pakka eða einhverju öðru JBL, Crown, DBX. Talið við INGÓ... EKKI STEINA!!!! Maðurinn (Steini) hefur ekki snefil af þjónustulund eða liðlegheitum og svo er ég nærri viss um að hann veit ekkert um hljóðkerfi yfirleitt... og hana nú!! Annars ef þið ætlið í alvöru alvöru fullorðins og eigið fullt fullt af peningum, þá náttúrulega kíkið þið á Haffa í Exton og hann reddar ykkur Meyer á okurprís..tíhíhí....

góðar stundir..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home