laugardagur, janúar 10, 2004

Vell vell ellskuddnahr
Þetta er nú aldeilis búin að vera rosalega hund-helvíti leiðinleg vika, en nú er hún brátt á enda og þá hlýtur allt að verða gott aftur.
Ég var að horfa á Djaggerinn áðan í sjónvarpinu. Kallinn er flottur..punktur! Ég er einmitt að lesa ævisögu Kíþþs Riddsjards um þessar mundir og það er ferlega gaman að ímynda sér allt það sem hann (Mikk sko) hefur gert (eða allavega samkvæmt bókinni).
Svo ég haldi nú áfram að tíunda fyrir ykkur sjónvarpsdagskrá kvöldsins, þá horfði ég á gamlan..... alveg eeeeeldgamlann þátt af Ædol : Egill Ólafs var semsagt gestur hjá Jóni í kvöld... Egill er náttúrulega töffari töffaranna, eins og Mikk. Eftir allt þetta gláp er ég búinn að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég er orðinn stór... Töffari!!! Já... ég ætla að verða svona Mikk Ólafs.. hvernig ætli það sé? Kannski er Stíven Tæler einmitt svoleiðis týpa, þ.e.a.s. ef hann rakaði af sér allt hárið og færi í ljós og gymmið og hámaði í sig kreatín í flórídana í 1/2 ár...
Nei annars... ég er hættur við.... Ég ætla bara að halda áfram að vera parttæm trommukennari og allt það, með allt mitt hár, á Hvammstanga...

Góðar stundir..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home