þriðjudagur, febrúar 24, 2004

:::Ví!:::
Ég var greindur með bloggfælni eigi alls fyrir löngu, held að það sé rétt. Spurning hvernig meðferð við slíku fer fram. ætli það séu til töflur við því...t.d. blogoxat eða oroblogg?
Hafið þið pælt í því hvað gerist ef þið hringið í 112? Þar er hægt að panta einkaflug í þyrlu eða bíltúr í stórum amerískum o.m.fl gegn mis-vægu gjaldi., sennilega er ekki hægt að biðja um Fiat svo ég tali nú ekki um Skoda.. Aftur á móti er aldrei að vita hvað gerist ef haft er samband við hundraðogþrettán!!!
Venjulega eru fimmtudagar dagurinn á undan föstudegi, og maður bíður spenntur eftir laugardegi!!! Það þarf ekkert alltaf að vera þannig.. t.d. verður næsti fimmtudagur dagurinn á eftir miðvikudegi sem þýðir það að ég þarf ekkert að bíða eftir laugardegi, bara sunnudegi.

Ég skráði mig í Tölvutækniskóla Íslands í dag... Tækni og skóli fara oft vel saman... jú og tölvur líka saman við tæknina og skólann.. Svo er meiningin að fjárfesta í Mapex á morgun.. Nóg að gera!

Helgin var ljómandi, skínandi fín... Þinghúsið fína á fös, þar sem gerðar voru nokkrar misvel heppnaðar tilraunir til tónlistarflutnings.. Reykjavíkin á laugardagsmorgun með Frú tónlistarskólastjóra meðferðis, sem er bæ ðe vei snillingur!
æfing með Handsome Joe, sem er bæ ðe vei líka snillingur! e-ð var nú fengið sér í svanginn um kvöldið, að mið-amerískum sið og jafnvel aðeins í aðra tánna ( að íslenskum sið) er líða tók á kvöldið.......í glimrandi fínum félagsskap. Gist á Hótel Hill-ton í góðu yfirlæti. Meira æft á sunnud. og meira borðað að amerískum sið... í mögnuðum félagsskap.....haldið heim á leið seint og um síðir..... sei sei já...

Og hvað?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home