þriðjudagur, apríl 27, 2004

::: Vissuð þið :::

...að 1 sekúnda er samsvarandi 9.192.631.770 sveiflutímum tiltekinnar raföldu frá loftkenndu sesíni 133, sem er ein samsæta frumefnisins sesíns. Hefur verið grundvallareining tímans í hinu alþjóðlega einingakerfi síðan 1967.

...að 1 stjörnudagur, þ.e.a.s. snúningstími jarðar miðað við stjörnuhiminn (nánar tiltekið vorpunkt himins) eru 23 klst, 56 mínútur og 4,1 sekúnda.

...að hraði ljóssins í lofttómu rúmi er 299.792.458 metrar á sekúndu eða 1.079.252.848,8 kílómetrar á klukkustund.

lifið heil

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home