miðvikudagur, apríl 06, 2005

::: leidís end djentölmen :::

Já ég sagði það… dömur mínar og herrar… samt meira dömur sko…
Allt bendir nú til þess að hljóðkrúið (eða eins og það heitir á engilsaxneskunni; the sound-crew) frá Royalinu mæti í heild sinni á söngvarakeppnina í þeim tilgangi að sletta úr einhverju…… t.d. klaufum vorum…..

Þannig er mál með vexti að ég og gunni sigurbjöss sátum seint í gærkvöldi heima hjá mér að spjalli og þegar ég var búinn að sýna honum nýja lennon djévaffdjé diskinn minn, vantaði einhverja mússígg þannig að ég fann disk frá söngvarakeppni síðasta árs. Varð hann svo hrifinn af framistöðu okkar gvendar bróður að hann sér sér ekki annað fært en að mæta, þó óneitanlega hafi það dregið nokkuð úr honum er ég tjáði honum að undirritaður keppti alls ekki í þetta skiptið. En ég lofaði honum gnótt af meyjum svo nú verðið þið að hjálpa mér stúlkur!... Nei annars ég lofaði engu… ekki miklu a.m.k….

Spenningurinn er að verða óbærilegur fyrir keppninni… að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að hlusta á alla þessa ljúfu tóna án þess að þurfa svo mikið sem að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að standa annað slagið upp til að ýmist skreppa á salernið eða að þiggja gulan af gógómeyjum okkar gvendar bróður frá síðasta ári, þeim gógó og gígí. Já og setja upp tölvuskrifli tvö til upptakna á herlegheitunum….og kannski snúra aðeins..

Síja gæs….

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home