föstudagur, desember 19, 2003

Já já..
Nú er allt að verða vitlaust í bloggheimum... með tveimur gjéum... palli vill hafa eitt gjé en ég kýs að hafa þau tvö..
Meira að segja allra lötustu bloggarar eru farnir að saka mann um bloggleti..

Eins og mundi major hefur nefnt á hinni geysivinsælu heimasíðu stórhljómsveitarinnar ðe Zetors, rennur brátt upp sú stund að þessi kyngimagnaða sveit komi saman og spili vel valin... eða kannski bara algjörlega óvalin lög fyrir landann... mikið verður gaman þá...

Ennþá skemmtilegra er þó frá að segja að Húnfirðingurinn verður látin laus á morgun, laugardag... jibbý.. þó skilst mér að hún þurfi að hitta skilorðsfulltrúa aftur á þriðjudaginn.

Ég ætlaði suður í dag.. en E.A.S nr.2 er lasinn kall og kemst ei fet.. Ég segi E.A.S. nr.2 vegna þess að báðir mínir yndisfríðu afkomendur hafa sama "fangamark"!!!

Það snjóar og snjóar.. sem er frábært.. liggur við að jólasköpin fari að láta sjá sig... munar minnstu allavega og hlýtur þá brátt að verða tímabært að hengja upp nokkrar perur og einhversskonar drasl til að reyna að lífga aðeins upp á "Neðri-Fitja"...

Jæja.. nóg í bili..

dlabb..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home