laugardagur, janúar 31, 2004

Viðurkenning
Það sem var svo tilhlökkunarvert í gær var það að við Unglistargengið fengum viðurkenningu fyrir Unglist 2003, frá fjölmiðlahóp hér á svæðinu, sem þau Elín Líndal, Bjössi Trausta og Kalli Sigurgeirs skipa..
Þetta var mjöööööög ánægjulegt og hvetjandi, og minnkar ekki stoltið af hátíðinni við þetta :-)

Allavega nú er ég í hlutverkinu þessa helgina, alveg sérdeilis prýðilegt... Eyþór að koma til mín í fyrsta skipti í 1 1/2 mánuð. Karlanginn búinn að vera lasinn og einu sinni missti ég úr helgi sökum ófærðar, sem er reyndar aðeins í annað skipti síðan þessi ferðalög hófust... Það er semsagt líf í kofanum þessa helgina...

teik kjer...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home