þriðjudagur, maí 04, 2004

::: Lítið að gerast í sveitinni :::

Og þó....

Mundi og Sigrún looooksins flutt norður... VELKOMIN ÞIÐ!!

Þessi vika fer líka ansi einkennilega af stað.. Ég ætlaði mér að reka endahnútinn á að mixa söngvarakeppnina. EN Trassi og spúsa hans linntu lítt látum fyrr en þau höfðu fengið undirritaðan til að kíkja aðeins á tölvuna og reyndu meira að segja að fá mig til að setja upp hugbúnað, sem ég hygg að Jón Ásgeir yrði nú ekki hress með, svo ég tali nú ekki um áskriftardeildina!!! Fór svo að lokum að eigi kom til þess að trassahjónaleysin megi eiga von á því að svara til saka hjá firma því er kennt er við fegurstu náttúruhamfarir, sökum vöntun á slíkum ræningjatólum....

Habbði á meðan öllum áðurgreindum átökum stóð, samband við mig karlsson einn og kvað farir sínar alls ekki svo sléttar því fyrr í dag (í gær ellegar) kvað svo við að vítisvél hans (vítisvél svipaðrar gerðar og gerir oss kleift að rita vitleysu sem þessa), þótti nóg um vafr og ráp og tók þegar í stað upp á því að slökkva á sér í tíma og ótíma. Þótti karlssyni þessum full langt gengið þar sem veila þessi orsakaði óþarfa skak og skrölt, sem gönguferð í bankann.. Tókst oss svo vel til við viðsnúning á vítisvélinni að u.þ.b. sem vér sitjum og sötrum kaffe hringir tækið frá númeri sem svipar mjög til númers títtnefnds karlssonar, fyrir utan að númer þetta sýndi hærri tölu upp á nákvæmlega eitt hundrað. Sagði sá er mælti hinu megin sínar farir álíka mikið ósléttar og karlsson og bar við alllíkum einkennum er áður er líst. Þótti mér þetta í alla staði skoplegt og ákvað að ganga á fund hans, þegar í stað. Þó veirur vítisvélar karlssonar hafi fyllt annann tug og vel það, þá þótti mér undur að sjá hversu kvefuð vítisvél þess er símaði var....... enn hafa spurnir ei borist hvort fullkomnum árangri hefir verið náð að svo stöddu...

Er líður á vikuna taka við próf í tónlistarskólanum og síðan vortónleikar þar sem sem m.a. u.þ.b. 35 manna hljómsveit tekur lagið. Svo fæ ég örugglega að heyra frá Trassa & spúsunni og svo er það blessuð keppnin :-)

Ég kveð að sinni....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home