þriðjudagur, febrúar 08, 2005

::: Hamborgarar og surt slatur :::

Já, það verður seint sagt um Hamborgara að þeir séu hollir.. sei sei já.. eða nei

Svoleiðis var hamborgarferðin... ekki neitt afskaplega holl, líkamlega a.m.k.. En andlega var hún með afbrigðum næringarrík og stútfull af heilsusamlegu góðgæti og næringarefnum.
Stuðmenn slógu í gegn að vanda, þó aðeins u.þ.b. 90% tækju þátt sökum heilsubrests kobba kúl. En maður kemur í manns stað og var varamarkvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu ráðinn í stað kobbans síunga... óþeyr gunnarsmajones lék við hvern sinn fingur og töfraði fram línur frímanns flugkappa af hógværð með hægri, ásamt því að töfra fram af ýtrustu nærgætni sín fjúsjonísku stef í bland við þjóðþekkt dægurlög með vinstri, berja slagverk með olnboganum og framkalla ansi undarlegan og óvelkomin fnyk úr 2 stk. hljóðmænum, enda er maðurinn mónitora-morðingi og var þar að auki að leysa af hólmi, eða öllu heldur að bæta við sig 1 stk. joðeffemm, sem er þekktur fyrir allt annað en lávaða... en allt gott og voðalega blessað, bandið allt saman alveg frábært,....Nóg um það.. enda flestar athafnir leyndarmál....

Eftir rannsóknir mínar víða um heim hef ég komist að því að ginogtónik bragðast alls staðar jafn óskaplega vel, meira að segja í hamborgaralandi. Því voru það veruleg vonbrigði er ég komst að því eftir verulega erfiða nótt, að hótelbarinn, þar sem undirritaður ásamt fleirum átti víst sæti, er lokaður á sunnudögum... og hvorki bætti það úr skák (hvar er þessi fisher sem kann allt?), né saup það kál úr ausu norðlendings (það er sennilega ekki hægt að kenna fisher um að vera svona matvandur... kannski helga ólafssyni eða spassky, hver veit? ), að meira og minna allt er lokað á sunnudögum í höfuðborg spillingar og sódomsku. Þó eru atvinnukonurnar í fullu fjöri og kæra sig kollótta(r) þó hinn almenni hamborgari sæki kirkjur og nenni ekki að vinna... sunnudagurinn fór því meira og minna í að labba um í hörkufrosti og næðingi, horfandi inn í lokaðar verslanir og að láta blessaðar stúlkurnar áreita sig.. og eiga...

Næst er að kanna ginogtónik í Lundúnum en þangað til kveð ég frá Reykjavík, borg óttans.

Góðar stundir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home