fimmtudagur, mars 09, 2006

::: það er að koma aððððí :::

vííí.. nú nálgast helgin með söngvararkeppninni á sér.. s.b.r. "hvað ætlar þú að gera á helginni?", eins og akurnesingar bera þetta fram..

Þetta verður bara fjör.. er það ekki?.. Ég er eins og sjá má að reyna að peppa mig upp fyrir helgina... jújú.. það verður svaka fjör. Og það verður fróðlegt að sjá Ðe róland trökker band performera þarna :-)... ehhh ehh ehh ...

s.l. þriðjudagur var alveg magnaður.. Starfólk Borgó var sett upp í rútu eldsnemma um morguninn og þeyst með okkur upp í Hveradali, þar sem við sátum hópeflisnámskeið... fyrirfram verð ég að játa að mér fannst það eiginlega óþarfi að vera að standa í þessu, enda mórallinn með eindæmum góður hér. En þarna var kominn Eyþór Eðvarðsson sem er einhverskonar vinnusálfræðingur og lék hann þetta mjög vel.. svo vel að sérhver menntaður leikari hefði mátt vera stoltur af... allavega.. mjög skemmtilegt og endaði þetta með fullt af mat og enn fyllra af rauðvíni... sem breyttist síðan í bjór er til RVK var komið, því flestir héldu á lókalpöbbinn (kringlukrána) og sátu þar að sumbli og spjalli fram á nótt..

Ætla ekki allir á söngvarakeppni?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home