fimmtudagur, ágúst 04, 2005

::: ekki dauður enn.. :::

Voðalega hefur maður verið latur til bloggs... enda mikið sumar og skemmtilegt sem stendur yfir núna.. þó að örlítið sé farið að síga á seinni hlutann (á sumrinu n.b.)..
Ég nenni nú ekki að bregða upp öllu því er gerst hefur frá því síðast.. en sumarið hefur verið undursamlegt í alla staði!!!
Þar sem minni mitt er ansi teflonerað ætla ég nú bara að minnast á síðustu tvær helgar.. Vopnaskakið var alveg magnað!!! (fyrri helgin).. Verzlunarmannahelgin var öngvu verri þar sem undirritaður þeyttist með stuðmannaflokknum þvert og endilangt sem lék og söng fyrir u.þ.b. 25.000 manns, samanlagt ... ekki sér fyrir endann á þessu stuðmannaævintýri því stefnan er tekin á Feneyjar í byrjun september...

Svo er annað ekki síður spennandi í farvatninu hjá helstu menningarvitum landsins, þeim Munda og Helguhin... Þau eru að púsla saman Pink-Floyd-tribute-tónleikum í Félagsheimilinu á tanganum!!! Nú þurfa ALLIR... þá meina ég ALLIR sem áhuga hafa á tæknimálum og vilja vera með, að kvitta hér fyrir neðan, því þetta verður hjúds og ekki veitir af tæknifólki til að gera þetta eins flott og kostur er (fyrir engan pening ;-) )....

Nóg í bili...

1 Comments:

Blogger pallilitli said...

Ég vil vera með :)
Má ég? :-D

06 apríl, 2016 17:53  

Skrifa ummæli

<< Home