miðvikudagur, maí 04, 2005

::: meira meira meira :::

Það er hjer með kunngjört að undirritaður ætlar að taka sér langt helgarfrí... starting túnæt :-)

Ég fór í Mývatnssveitina í gær.. í "jarðbað".. þó ekki ofan í jörðinni en í poll sem er með svona náttúrulegu vatni... hvaða vatn er sosum ekki náttúrulegt kann einhver að spyrja, en þetta er e-ð alveg spes... svolítið svipað og bláa lónið en er samt ekki affallsvatn frá verksmiðju eins og þar. Þessi pollur er umkringdur fögru umhverfi eins og henni Herðubreið og allskyns fjöllum og hólum. Svo er þarna hið fínasta þjónustuhús og saunaklefar sem eru eiginlega bara ofan á borholu!! Eftir þetta er maður bara allur annar.. slakur og hlaðinn orku.. hvernig sem það er hægt að vera hvorutveggja í einu.. en það er nú svoleiðis samt.
Ég ætla svo um helgina að hlýða á son minn Eðvald Atla leika á tónleikum í Grafarvogskirkju, ásamt því að hafa það gott...

þið eruð öll frábær..

bæbæbæbæbæbæbæbæbæbæææ

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home