fimmtudagur, mars 16, 2006

::: hitt & þetta :::

Þá er söngvarakeppnin afstaðin.
Þetta var nú sennilega sú albest hingað til. Hljómsveitin í feikna formi og mjög margir fínir söngvarar sem fram komu. Mér fannst þetta allavega alveg þrælskemmtilegt. Nýja hljóðkerfið þeirra Gumma og co ( ég er nú ekki alveg viss hver á þetta, enda skiptir það engu máli) er algjörlega að gera sig í svona gigg..
Úrslitin eru að sjálfsögðu umdeilanleg eins og alltaf, þó fyrsta sætið hafi nokkuð ljóst, þó mér finnist sem önnur söngkona hafi alls ekki verið síðri... allavega... báðar mjög góðar..
Eins og ég hef sagt annarsstaðar þá finnst mér eins og Munda og McBaker sjálfum að það ætti ekki að verðlauna 2. og 3. sæti, enda alltaf mjög umdeilanlegt. Ef menn (og konur) vilja endilega halda í 2. og 3. sæti, þá mætti annaðhvort sleppa dómnefndinni ( það er jú fullt hús af dómurum ) eða... fá fólk úr tónlistargeiranum í dómnefndina (eins og hefur verið undafarin ár.. að einhverju leiti a.m.k.)...
Nóg um það... þetta var frábær skemmtun...

Í kvöld og annðkv. er það svo Friðrík Ómar, Guðrún Gunnars, Óli Gaukur o.fl. með "Ég skemmti mér" í Salnum í Kóp... ferlega skemmtilegt prógram og sérdeilis skemmtilegt fólk þar á ferð... Laugard. upptaka á Carmen hér í Borgó.. o.s.frv....

nú verð ég að fara að vinna...

p.s. Það er bannað að kaupa Western Digital harðdiska... nr.2 á innan við ári var að gefa upp öndina hjá mér... bööööhöööhööö.... ég var bara svo rosalega heppinn í þetta skiptið að Palli snillingur átti back-up af söngvarakeppninni, svo það er honum að þakka að hún hvarf ekki með diskinum blessaða....

góðar stundir..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home