þriðjudagur, mars 28, 2006

::: skönd :::

Góðir hálsar...
Svei mér hvað það var gaman um helgina...
Eitt af því skemmtilega var lítið partý eftir Stuðmannagigg á lau..
Þannig var að eftir giggið ( árshátíð Orkuveitunnar ) og eftir samantekt, fór ég "upp í herbergi" með peysu sem Geiri trommari hafði gleymt á sviðinu. Þar sátu Tommi Tomm, Geiri, Bjöggi Ploder, Diddi úr Sniglabandinu og vinnufélagi minn og svo Lúlli eigandi Gullhamra. Þeir voru að sjálfsögðu undir áhrifum áfengis velflestir og fór það þannig að ég snarhætti við að fara heim og settist með þeim að sumbli. Eftir dágóða stund og mikið stuð og margar sögur, krafðist Lúlli eigandi þess að við færum á "prívat-barinn" hans, niðri í kjallara. Það var auðsótt mál af okkar hálfu. Þar er kallinn semsagt með bar þar sem ekkert er selt.. bara gefið vinum og félögum... Rann vodkinn ljúflega og í stríðum straumum niður hálsa þeirra er vildu, langt fram á nótt... Þetta endaði allt vel og allir skemmtu sér konunglega...

já já... sei sei...

Ég verð að segja ykkur frá öðru skemmtilegu atviki sem átti sér stað s.l. sunnudag. Svoleiðis var að ég var að gera mig kláran fyrir sýningu á Ronju Ræningjadóttur og sit í hljóðklefanum, sem er staðsettur aftast í stóra salnum í Borgarleikhúsinu. Ég sem sagt sit þarna með headsett á hausnum og er að fara yfir fyrstu Q-in og er að "loka-tékka" stillingar og solleis, þegar ég kem auga á lítinn strák á ca. 3.-4. bekk, sem horfir fast á mig og vinkar... ég læt sem ég sjái hann ekki (enda sá ég hann varla því hann var svo langt í burtu).. Puttinn heldur áfram að veifa og alveg greinilega var hann að veifa mér.. þannig að ég bara veifa á móti.. þá brosir hann út að eyrum og hnippir í vin sinn sem situr við hlið hans og hann vinkar mér líka. Sá hnippir í vin sinn og hann vinkar mér... svona gekk þetta þangað til 20-30 börn voru farin að veifa mér!! Smám saman áttaði ég mig á því að það var heil rúta af börnum frá Hvammstanga á sýningunni, þar á meðal a.m.k. 2 fyrrverandi nemendur mínir.... Mér fannst þetta allavega mjög fyndið og skemmtilegt og svei mér ef þynnkan hjaðnaði ekki örlítið við þetta..

Þá er sem sagt búið að blogga í dag.

Góðar stundir.

1 Comments:

Blogger pallilitli said...

Aldeilis gamalt og skemmtilegt :)

06 apríl, 2016 08:49  

Skrifa ummæli

<< Home