miðvikudagur, mars 22, 2006

::: spilerí :::

Góðan dag góðir hálsar.
Það var óggissla gaman hjá mínum í gærkveld...
Bróðir minn plataði mig í að spila inn nokkur lög á plötu sem kom út fyrir 20 árum síðan vegna endurútgáfu á plötunni.. Það var nefnilega hliðrænn, japanskur trommari ( Dr. Róland) sem trommaði þetta inn átómatískt á sínum tíma. Þrátt fyrir að þá hafi hann (japaninn) þótt æðislegur, þykir hann ekki eins fallega hljómandi í dag.... Svo þegar við vorum að klára sessionina, dettur upp úr bróður vorum, hvort ég vilji ekki tromma fyrir hann ofan í auglýsingastef eftir nafna hans Þórðar, sem ég að sjálfsögðu og gerði. Það fyndna var að það tók álíka langan tíma að tromma þetta 23 sek. langa stef eins og heilt lag af hinu stöffinu.... Þetta var sem sagt hin skemmtilegasta kvöldstund sem við áttum þarna bræðurnir í hljóðveri FÍH. En nú er komið að alvöru lífsins og best að reyna að skila einhverju af sér.... í dag a.m.k.

bæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home