mánudagur, ágúst 04, 2003

Sofi sofi...
Maður er bara eins og unglingur aftur... Svaf fram yfir H-degi. Þegar ég komst LOKSINS á fætur voru litlu peyjarnir mínir búnir að fá sér morgunmat og sátu við sitthvora tölvuna, annar í Lego Racers og hinn í Sims House Party... þvílíkir englar..
Núna seinnipartinn röltum við feðgarnir og sóttum Citroeninn, mikill spenningur í ungum mönnum að setjast upp í þetta torkennilega farartæki. Eyþór (þessi yngri) sagði að það væri móða á rúðunni ( fyrir þá sem ekki vita eru þær málaðar grænar og sést ekkert út aftur í!!!)..
Jæja.. skonsurnar hennar mömmu bíða...

´till next time



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home