mánudagur, september 22, 2003

helgin...

Það var nú ekki lognmollan um þessa helgina.. Bátar slitnuðu frá bryggju, gámar færðust úr stað, tré brotnuÃðu og ég veit ekki hvað
Ég varð nú bara ekkert var við þetta, svo undarlegt sem það nú er ??
Við strákarnir í Handsome Joe lokuðum okkur inni í­ Sóllandi meira og minna alla helgina. Það var byrjað klukkan 10 á laugardagsmorgni, stillt upp og tekið upp til rúmlega 1 um nóttina. þá voru við nú svo góðir með okkur að okkur fannst við eiga skilið að kíkja aðeins á Gunnu... þar var slatti af fólki... reyndar karlmenn af erlendu bergi brotnir í­ miklum meirihluta :-(
Undirritaður ofmat stórlega þol sitt og úthald gagnvart blessuðu áfenginu og var orðinn talsvert mikið hífaður, er hann dröslaðist heim til sí­n einhvertí­man seint um nóttina.....
Sunnudagurinn hófst svo með "6 missed calls" um 10 leitið... farið í stúdíó Sólllland og haldið áfram að taka upp... kóræfing klukkan 15:30, messa klukkan 17 og svo sólland aftur kl. 18.... um klukkan 1/2 8 í­ morgun vorum við svo tilbúnir með upptökurnar og er útkoman bara alveg þokkkaleg... 7 lög í alveg bærilegum hljómgæðum.......
þeir voru doltið þreyttir strákarnir í­ morgun og eru sumir af þeim ekki farnir að sofa enn..... úff.....

En eins og skáldið sagði: ....... það er erfitt........en það er gaman....

splioojjjng


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home