miðvikudagur, nóvember 12, 2003

fyrir helgina..... hikk !!

ég var að grufla e-ð í drykkjuleikjasíðu og hæer eru nokkrir ansi magnaðir drykkjuleikir.....

Bjórveiðimaðurinn
Reglurnar eru svo einfaldar að full manneskja skilur þær. Allt sem þú þarft fyrir leikinn er kippa af bjór, kassi og fólk til að spila með þér.
Taktu eina bjórdós og hristu hana. Ekki að bara hrista hana, HRISTU hana! Þangað til hún er við það að springa. Settu hana svo í kassann með hinum og blandaðu þeim vel saman. (ein manneskja ekki að horfa) og blandaðu þeim aftur (önnur manneskja ekki að horfa). Í raun veit enginn hvar dósin er.
Nú velur einn leikmaður dós, heldur henni hornrétt við hausinn á sér og opnar hana. Ef þetta er ekki rétta dósin verður leikmaðurinn að drekka úr henni. Ef þetta var rétta dósin verður leikmaðurinn blautur á hausnum og þið getið byrjað upp á nýtt. Ef þetta var ekki rétta dósin reynir næsti leikmaður sig. O.s.frv.

Söguleikur
Sá sem byrjar segir 1 orð og næsti endurtekur það og bætir við öðru orði svo að það gæti verið byrjunin á setningu. Sá þriðji endurtekur bæði orðin og bætir einu við og svona gengur leikurinn, þ.e. öll orðin eru alltaf endurtekin og nýju bætt við þangað til einhver hikar og þá á hann að drekka.

Söngleikur
Einhver nefnir hljómsveit eða tónlistarmann (flytjanda) og allir eiga að byrja að syngja lag með þeim flytjanda. Sá sem er fyrstur að finna lag og syngja brot úr því fær að velja hver á að drekka.

SjónvarpsstjörnurÁhöld: Fólk, MIKILL bjór og sjónvarpsþáttur með nógu mörgum persónum fyrir alla.

Áður en leikurinn hefst á hver og einn að velja sér persónu í þættinum. Á meðan á þættinum stendur á maður svo að drekka stöðugt Á MEÐAN persónan, sem maður valdi sér, er á skjánum. Ef talað er um persónuna en hún sést ekki á að drekka einn sopa.

Trivial drykkjuleikurinn
Trivial Pursuit er spilað og alltaf þegar maður svarar vitlaust á maður að drekka og alltaf þegar maður svarar rétt á maður að láta annan drekka. Þegar maður fær köku á maður að láta annan drekka tvisvar eða að láta 2 drekka.

Teninga-strippdansÁhöld: 2 teningar, bjór og jafn fjöldi kvenna og karla.
Hver kastar báðum teningunum í einu. Þetta eru reglurnar:
Ef upp kemur:
· Jöfn tala kemur upp (samanlagt) á að drekka.
· Oddatala á að fara úr einni flík.
· 1-1= Má velja (úr einni flík eða 1 sopi).
· 2-2= Gefa manneskjunni við hliðina á þér skot.
· 3-3= Þetta er happakastið þitt, þú sleppur í þetta skiptið.
· 4-4= Einhver óheppinn lendir í “sannleikanum eða kontor”, þú máttvelja hver.
· 5-5= Happakast, þú mátt fara aftur í eina flík.
· 6-6= Kysstu manneskjuna við hliðina á þér.
Svona heldur leikurinn áfram þangað til annað hvort bjórinn eða fötin klárast.

Þessi er samt bessssstur:
1, 2, 3, DREKKA!
Fáðu fullt af vitlausu fólki til að setjast í hring og kalla: “1, 2, 3, DREKKA!!!” aftur og aftur og þá drekka allir.!!!



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home