þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Mánudagsmangi
Ferðalagið gekk svona ljómandi vel í gær, þrátt fyrir ótal snúninga. Við Goðsögnin melduðum með okkur hugmynd á leiðinni norður, um að stofna flugfélag, svona sækjakrakkaflugfélag.. Þá gæti það orðið þannig að TF-DAD (12-16 manna rella), hæfi sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli, annanhvern föstudag með fullfermi af krökkum... Mundi þú flýgur þessu... lenti svo á Króksstaðarmelum, þar sem væri aðstaða eins og í IKEA...boltaland, legoland og hvað þetta heitir alltsaman og allar innréttingar í 60 cm hæð... Svo þegar krakkarnir eru búnir að fá magnaða útrás á öllu dótinu og hverju öðru, þá mætir Econoline og sækir þau, ber þau út í viðkomandi föðurhús. Mundi getur svo bara spilað á götuhornum og Þinghúsinu yfir helgina. Safnar svo saman skaranum á sunnudegi og flýgur aftur í bæinn!! Svo mætti hugsa sér að fyrirtækið dafnaði og færði út kvíarnar á landsvísu, fjárfesti í Fokker (TF-FAR) og svo í beinu framhaldi Airbus-300 eða álíka tæki..

Það hellast alveg yfir mann gleðifréttir þessa dagana.. Fjöldinn allur af börnum að koma í heiminn. Það er náttúrulega það fallegasta sem hægt er að hugsa sér.. nýtt líf..

Er búinn að panta pizzu fyrir næstu helgi, djöst inn keis ef þorrablótsfílíngurinn verður ekki mættur, og eins ef ég verð ekki búinn að læra allt um sushigerð...

Jæja..Nú er maður farinn að bulla úr hófi fram.. best að ganga til náða til að eiga einhverja orku annaðkv.. taki það til sín sem eiga... :-)

...p.s. ætli ég þurfi að breyta litnum á kommentunum? ... þeim hefur fækkað heilmikið síðan ég breytti þessu....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home