laugardagur, maí 08, 2004

::: Rock´n roll :::

Hlutverkahelgi stendur nú sem hæst og hefur nú þónokkuð á daga okkar feðga drifið í dag,..(????)... Vöknuðum snemma til að snúa í gang svokölluðu hljóðkerfi í sundlauginni... nó fens palli... EAS 2.0 langaði voðalega í sund og tók ekki gildar röksemdir föður síns að sundlaugin væri lokuð, enda e-ð á fjórða hundrað manns mættir á staðinn til þess að synda í lauginni... síðan hefur hann nær stöðugt rætt um að hann langi að "tjéppa í sundinum".. (Hann fann það út að eina leiðin til að komast í vatnið, er að keppa í sundi).. Það skal tekið fram að Eyþór Alexander er 3 ára.

Bóbó greip okkur glóðvolga á rúntinum eftir hljóðkastaraákveikingarnar og bauð í morgunkaffi og þríréttaðan morgunverð (cheerios, brauð með osti og ristað brauð með osti) á Þinghúsinu... jytte brå!!

Seinna í dag, eftir heimsókn til ömmu og afa drengjanna, tókum við hefðbundinn hvíldarrúnt... þegar EAS 2.0 missti meðvitund smelltum við EAS 1.0 í Strandbæ til tölvunariðkunnar.. Tani droppaði við og eftir nokkrar ákeyrslur og ofsaakstur í níd for spíd af hálfu 1.0, vaknaði 2.0... "é dleymdi að koma með"... (búinn að sofa í 1 1/2 tíma úti í bíl).... "pabbi... é þavv a tjéppa....tjéppa í sundinum"... datt út úr honum á leið upp stigann í stranbæ...

Jæja...
Smám saman var farið að grípa í hljóðfæri og fyrr en varði farið að djamma... Eðvald og Eyþór skiptust á að syngja nokkra leikskólastandarda á meðan aðrir börðu bumbur og struku gítar... Það var alveg hrikalega fyndið að fylgjast með þeim bræðrum .... Eyþór datt í rokkstjörnufílíng á mæknum..með sporin á hreinu og alles... endaði ballið með því að Tani og Eyþór spunnu fram einn rokkara.... Vá hvað mig vantaði vídeókameru!!

Svo sprakk á bílnum, en nú eru allir sofnaðir, nema sá gamli.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home