þriðjudagur, maí 25, 2004

::: tjah.. :::

Ég er ekki frá því að það örli á þynnku í dag...
Ég skrölti í gærkv. lengst norður á Skaga og hitti þar fyrir gamla kammerata.. Meiningin var að veiða, fisk n.b. í einu af fjölmörgum vötnum þar um slóðir..
Fyrst varð náttúrulega að kynna mér afurðirnar: heimalagað vissgí, heimalagaður voddgi og svo ungversk lagaður öl og fransk ættað koníak... gekk afurðakynningin eins og í sögu... fljótlega héldum við af stað í stórum og feitum og reyndum ekonólæn... haukur á fóninum og blíða hin mesta...
E-ð lömdum við blessað vatnið, svo fast að fiskarnir urðu hræddir og syntu í felur... En veðrið var æði, félagsskapurinn mjög fínn og bara fínasta stemmning...
Þó endaði það þannig að við gáfumst upp á að bíða eftir fiskinum og ókum aftur heim í hús ( þó að á einhvern óútskýranlegan hátt hafi slóðin með öllu týnst!!) með hjálp gervihnattatækninnar...og ungversku bruggtækninnar einnig...
Þegar í hús var komið var farið að segja leikhús og bransasögur sem flestar er alls ekki hægt að hafa eftir hér ;-)...
.... áfengi var haft um hönd.....

Þetta var helv... skemmtilegt en allt of stutt.. langar að fara þarna aftur... er einhver með??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home