sunnudagur, ágúst 20, 2006

::: tíðindi :::

Ágætu aðdáendur og aðrir lesendur.

Af tæknilegum ástæðum verður töf á skúbbinu um óákveðin tíma...
Töfin er vegna seinagangs ÞjóFhátíðarnefndarinnar í VeRstmannaeyjum (punktur).

En engu að síður eru tíðindi mörg, þó ég fresti því að tala illa um þjóFhátíðina í VeRstmannaeyjum... en það kemur!!! (annar punkt

Síðast og helst ber að nefna ægilega mikla tónleika, sem ég mixaði í gær fyrir fleiri þúsund manns... béemm vaddlá sponsaði sem sagt 50 manna sinfó-norðurlands og fékk auk þess voða fræga íslenzka söngvara til að koma og tralla með... þetta gekk sæmilega.. enda alls ekki hlaupið að því að reyna að búa til akkústik úti undir berum himni, fyrir utan að tími til sándtékks og æfinga var býsna knappur... og fyrir utan að á meðan sántékki og æfingum stóð, stóð rokið beint inn á sellóin og söngmækana, sem orsakaði svona undirliggjandi kghghghghghghghghghghg-hljóð.....
Þetta var allavega stærsta og mesta tjallens, sem ég hef lent í... það góða við þetta er að ég fæ annan séns um næstu helgi, þar sem nákvæmlega sama dæmið verður flutt á AK..
Annars er sumarið búið að vera alveg stórkostlegt!!!... Spánn... ættarmót og alls kyns gleði.. og nú er ég búinn að hafa strákana mína hjá mér í 2 vikur... ég á virkilega eftir að sakna þeirra, þegar þeir fara til mömmu sinnar á morgun.. Og hugsa sér.. sá litli.. v.2, er að byrja í skóla!! Litla barnið mitt!!

lifið 1/1

Svo er náttúrulega komið nýtt lúkk, enda tímabært og kannski verður það til þess að ég verði pínulítið duglegri við blogganir.... hvur veit... ekki ég...

1 Comments:

Blogger pallilitli said...

Já ég fattaði þetta með lúkkði ekki fyrr en þú nefndir það..... eða fyrr en ég las það heheheheheeeeee.
Er ekki Hjálmar Sigurbjörns, gamli góði kennarinn okkar og klúðrasveitarstjórnandi, með í gigginu hjá þér næstu helgi... já og seinustu?
Ef svo er og ef svo fer að þú hittir hann, ef hann er með, og mann annan þá bið ég að heilsa honum kærilega og Helga mín líka og konu hans kærilega líka.

21 ágúst, 2006 18:38  

Skrifa ummæli

<< Home