sunnudagur, ágúst 24, 2003

á já..

Það var fínt ballið hjá Brimkló á Barnum á króknum á fös. Þeim hefur farið mikð fram frá því á Kántrý, edna var það fyrsta giggið þeirra í 15 ár. Þessir kallar eru svakalegir töffarar og magnaðir hljóðfæraleikarar. Það kom reyndar í ljós að ég og Raggi trommari höfum spilað í "sömu" hljómsveitinni.... skemmtilegt..
Við þurftum annars að vera búnir að stilla upp og sándtékka fyrir kl. 19 út af konukvöldi.. Við semsagt gerðum það og fórum svo á Hótel Tindastól og tjilluðum til ca. hálf tólf.... Þetta er alveg geggjað hús (hótelið sko).. Ég hafði ekki hugmynd um alla söguna á bak húsið. M.a. gisti Marlene Dietrich þar þegar hún kom hingað til að syngja fyrir hermennina hérna um árið.. Sá sem á þetta núna er af rúmensku bergi brotinn og er búinn að þvælast út um allt. Hann vann sem gítarkeikari m.a. í Japan, Noregi, Kína, Malasíu, Grænlandi og Rúmeníu!!! Hann sagði mér að á sínum tíma hefði verið eytt 106 milljónum í endurbyggingu á þessu sögufræga húsi. Allavega... Ballið tókst fínt og ég ákvað að keyra bara heim eftir ballið. Það var frekar erfitt að halda einbeitingu við aksturinn, sérstaklega í Langadalnum... úff.. þar að auki lá þoka yfir dalnum svo að maður sá voðalega takmarkað.. Ég tók bensín á dósinni, sem væri auðvitað ekki frásögu færandi, nema vegna þess að einhver óprúttinn og ofsalega sniðugur hafði fest dælurnar í botni þannig að þegar ég var búinn að velja dælu og ætlaði að fara að dæla þá frussaðist bensínið út um allt... jakk...
Annars horfði ég á mína menn vinna njúkastel... jíhí!!! og fór svo á æfingu með handsomm djó... Maraþon æfing frá 15-01:30... =tvöog hálft nýtt lag og bandið að smella...

Æ hvað það væri næs ef það væri annar sunnudagur á morgun..... :-(

Hafið það gott og farið varlega....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home