mánudagur, ágúst 18, 2003

Helgin mar...

Vá hvað þetta var skrýtin helgi.
Á föstudaginn datt mér það undarlega í hug að gerast dræver fyrir heldur skemmtilega samsettann hóp: 1 stk. Lögfræðingur, 1 stk. Lögregluþjónn og sláturhússstjóri, 1 stk Sveitarstjóri, 1 sjoppueigandi, 1 alltmúligtmann, Kjötiðnaðarmaður o.fl.. haldið var í afmæli í Víðidalstungurétt á Ellþrjúndruð-druslunni hans Hjassa Hjössumann. Auðvitað var ekki hægt að fara hefðbundna leið og lá leiðin í gegnum stórbúið á Auðunnarstöðum og yfir Víðidalsá á vaði... (einhver veiðimaður sem stóð þarna og var að berja á ánni var nú ekkert sérstaklega blíður á svipinn, enda búinn að borga 100000kall fyrir að veiða þarna og við bara göslumst yfir á einhverju aflóga farartæki...). Ég nennti nú ekki að vera í þessu afmæli og dreif mig heim aftur. Skellti mér í Félagsheimilið til að hjálpa Imbu sys... stilla ljós og vesenast.. Ég var semsé um það bil að leggja af stað í stiga upp í 8 metrana þegar rafmagnið fór.... hefði ekkert verið neitt sérstaklega hrifinn af því að vera upp í stiga þá... þá var bara heim, lesa Keith Richards og svo bara sækja gengið í Víðidalnum....
Á Laugardaxkv ætluðum við félagarnir: Tani.com og Drössi að kíkja aðeins á barinn, sem var þá staðsettur í Félaxheimilinu EN þá voru Skúri & Stera að bera allt hafurtaskið út í bíl. Voru nú góð ráð dýr. Tani hringdi í Dóra Fúsa og gabbaði hann til að skutla okkur Drössa frænda á ball. Hann semsagt bara mætti og kippti okkur upp í og hellti kallana alveg blindfulla af einhverjum torkennilegum drykk á leiðinni....´Einhvernveginn er það sem að restin af kvöldinu leggist smám saman í móðu, en ég man eftir öllu fallega fólkinu og hljóðkerfinu hans Ingvars Joð (sem ég hef nú oft heyrt hljóma betur..ehemm)..
Sunnudagur: ÞYNNKA, kraftakepnni og heimsóknbesta vinar míns úr Hafnarfirðinum...
JÁ AÐ ÓGLEYMDU ÚRSLITIN ÚR ENSKA UM HELGINA...... SNNNNNIIIIIIIIILLLLLLLLLD...

Auf wiedersehen

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home