fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Vandræði á vandræði ofan

Ég er voðalega hræddur um að ég sé í einhverjum álögum. Fyrir fáeinum vikum síðan fór tímareim í mínum ástkæra FIAT BRAVO með þeim afleiðingum að hann er enn á verkstæði og þurfti að senda helminginn af vélinni suður til aðhlynningar. Svo núna á þriðjudaginn fór ég í bæinn að "skila" strákunum mínum á jeppanum hans pabba. Þegar var í fyrri brekkunni á Holtavörðuheiði á leiðinni norður ákvað hann að losa sig við alla smurolíu í einum grænum hvelli og bræddi þar með úr sér... Ég er alveg viss um að það eru einhver álög á mér. Búinn að keyra og keyra öll þessi ár án teljandi vandræða, og svo bara hrynja vélarnar í kringum mig.... Þetta er að verða eins og í Formúlunni... vavvvavvvvaaaaaa.... Ég er semsagt á gamla "góða" Citroen (Unglistarbíllinn).. Hann vekur að minnsta kosti athygli, svona stríðsmálaður.Spurning hvenær vélin hrynur í honum..

Jæja, best að fara að finna einhvern bíl til að eyðileggja... hmmmmm...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home