miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Ludwig!!

Í Færeyjaferðinni ógurlegu með kórnum um daginn rakst ég á þvílíkt magnað trommusett sem ég er búinn að vera að falast eftir. Þetta er gamall Ludwig líklega jafngamall og ég, með svona gegnsæjum trommum. Samt eru þær ekki alveg glærar heldur orange, út í grænt og e-ð voða flott. Þar að auki er rafmagnstengill á bassatrommunni fyrir innbyggt ljósasjó!!!! Ég er búinn að komast að því að það voru ekki framleidd nema um 120-160 svona trommusett!!! Ég er sem sagt að reyna að plata Tónlistarskólastjórann í Nólsoy til að selja mér gripinn, enda er settið í hálfgerðri niðurníðslu. Ef einhver hefur séð nýja DVD safnið með Led Zeppelin, þá spilar meistarinn sjálfur John Bonham á mjög svipað sett (samt ekki með ljósasjóinu) í Earls Court, 1975, ...
...ég verð að komast yfir þetta!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home