þriðjudagur, ágúst 05, 2003

þanebblaþaaah.. sko...

þá er fremur rólegur en leiðinlegur vinnudagur á enda.. ég þoli ekki VSK mánaðarmót!!
Ég sá Magnús stórsnilling Sveitarstjóra á Skagaströnd í tívíinu í gærkv. Rosalegt rugl er þetta orðið með löggæslukostnað og skemmtanaleyfi og allt þetta rugl.. T.d. var Höfðahreppur rukkaður um 1.000.000.- í löggæslukostnað á laugardagskvöldið. ÞAÐ VORU ÖRFÁAR LÖGGUR Á SVÆÐINU!!! Svo þurfti Sveitarfélagið að borga einhvern slatta út af messunni á sunnud.!!! Hvaða rugl er það?? Ég held að Dómsmálaráðherra geri sér ekki grein fyrir því hvað svona ofur"skattar" hafa í för með sér. Ég er ansi hræddur um að núna verði miklu fleiri "óopinberar" underground hátíðir. Þá er auðvitað hættan sú að ef e-ð kemur upp á t.d. ólæti, slys o.s.frv., er engin lögregla eða sjúkralið á staðnum til að grípa í taumana.. Það virðist sem þetta fólk vilji útrýma útihátíðum og svoleiðis samkundum, sem er ekki gott!!
Við skulum bara vona að þetta lið sjái að sér..

Góðar stundir....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home