miðvikudagur, desember 10, 2003

Ossoh
Það er kannski kominn tími til að láta aðeins í sér heyra hérna. Ekki dugar að skipta bara um template sitt á hvað, þá viðbrögðin láti ekki á sér standa..... Hvar ætli sé best að byrja...hmmmm... jólahlaðborðið var alveg hreint sérdeilis prýðilegt, allavega fyrir þá sem fengu heitan mat (ég var svo heppinn að vera einn af þeim) og alveg þangað til þessi svokallaða hljómsveit gerði árángurslausar tilraunir að mestu til að byggja upp stemmningu til dansæfinga... þvílíkt krapp!! Þessir Bing&Gröndal, eða hvað þeir nú heita voru sosum alltílæ í dinnernum já eiginlega bara alveg prýðilegir í því, en gvvvöööööð hvað þeir voru LÉLEGIR á ballinu!! Ef ég hefði ekki verið í eins fríðu föruneyti og raun bar vitni (ekki veit eg hver raun er og heldur ekki gegn hverjum hún bar vitni...ahhhahhhahh), hefði ég eflaust tekið þann pólinn í hæðina, sem mér er tamur er vondar hljómsveitir reyna að kreista e-ð fram og finnst þeir æðislegir... bara segja þeim frá því!! Allavega gerði ég það um síðustu áramót og skilst mér að e-ð hafi fækkað í bandinu eftir það, og er það vel.... (ég er samt ekkert skyldur Bó Hall)....
Ég er nú búinn að fara fara nokkrar ferðirnar í bæinn upp á síðkastið... osei sei já...væri sko alveg til í að vera þar akkúrat núna...
best að hætta í bili, áður en ég verð meira meyr

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home