laugardagur, nóvember 29, 2003

tjahá

það er komið að árlega gigginu... Já... Hallelúja-gigginu.

Hallelúja-giggið er semsagt jólatónleikarnir í fíladelfíu (í reykjavík sko), sem eru alltaf sýndir á RÚV á jólunum og verður það tekið upp á þriðjudag, eftir æfingar á mánudaginn

Ég er sko engin jesúkall, eins og þeir sem þekkja mig ættu að vita, EN það er eitthvað voðalega sérstök og svakalega hátiðleg stemmning sem á sér stað á þessu dæmi...

Svo er líka svooooo gaman að vinna með þessu frábæra fólki.. í fyrra voru það m.a. KK. Guðrún Gunnars, Geir Jón (riiiiiiisa stóra löggan), Ellen KK sys, Óskar Einars o.fl. o.fl....

Maður kemst bar alveg í jólaskap við þetta og svo verður maður e-ð svo mjúkur og meir, í öllu þessu gospelli...

....Það er Zillmaster 2000 sem talar frá reykjavík...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home