miðvikudagur, janúar 28, 2004

Dagurinn á enda

Fékk e-mail í dag frá Hólum í Hjaltadal.. hljóðkerfið e-ð að stríða þeim, alltaf gaman að koma þangað.
Basl með hljóðkerfið í Víðihlíð, redda því í kvöld.
Upphringing frá þeim sem ætlar að leiga "okkur" kerfi fyrir Söngvarakeppnina, þarf að setja saman "final setup" í kvöld.
Samtal við ákveðinn aðila vegna hugsanlegar vinnu v/hljóðkerfi fyrir sunnan í sumar, ef ég læt það eftir mér að skreppa þangað í 1-2 mánuði...

Svona eru dagarnir ótrúlegir stundum. Suma daga fyllist allt hér af þvottavélum eða uppþvottavélum. Stundum eru það lítil heimilistæki eða tölvur o.s.frv.

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum...

Heyrði í gömlum bestavini í Hollandi.. Vá hvað mig langar að skreppa þangað, frábært land með frábæru fólki í. Það er ekki eins og einn vinur minn talaði um Frakkland... "Frakkland er fínt, það er bara allt of mikið af frökkum þar!..."
Í Hollandi má allt... Einu sinni sat ég ásamt fleirum á útikaffihúsi þar að kvöldlagi og horfði á mannlífið: ... Þar var fullt af fólki, sem gerði ósköp venjulega hluti eins og að hjóla með farþega á bögglaberanum : bannað á íslandi, með hundinn sinn á kaffihúsinu :bannað á íslandi, einhver var að redda matarboði með því að kaupa nokkrar flöskur af víni á kaffihúsinu : bannað á íslandi....o.fl. o.fl. o.fl.... Svona er þetta, við lifum í litlu Svíþjóð, þar sem allt er bannað og verðum víst bara að sætta okkur við það..
Ég er farinn....

heido..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home