laugardagur, febrúar 07, 2004

Þorrablótið..
Það eru meiri líkur en minni að ég vakni með ýldubragð í munni í fyrramálið. Hverkarnar þurrar og að verulegur þorsti láti á sér kræla.
Vá hvað það var vont veður í gær! Ég fór við annann mann (goðgsögnina sjálfa) í verzlun þá er kennd er við mjöð og jurtir, í þeim tilgangi að geta vaknað þystur í fyrramálið. Tók þetta u.þ.b. 500 mtr langa ferðalag frá Þinghúsinu og í áðurgreinda verzlun óhóflega langan tíma, eða alveg örugglega 10 mínútur... slík var blindan!
Það er nú oft þannig að við hérna á tanganum sleppum ótrúlega vel frá svona veðrum, en sannannlega ekki í gær.... og þurfti að fresta þorrablótinu í Ásbyrgi sökum þessa..!!! Flestir miðfirðingar þá væntanlega við hestaheilsu í dag fyrir vikið.. en það hlýtur að lagast...
Ekki vildi ég vera í sjúkrabíl... og alls ekki í sjúkrabílnum fyrir austan, sem er búinn að vera fastur síðan í gærkv.. nú er víst svo komið að það er 13 stiga frost inni í bílnum!!! ÞAÐ er kalt...

vell vell... það er laugardagur... þá fara allir í bað, meira að segja ég!!!

hej hej..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home