fimmtudagur, júlí 01, 2004

::: Hoho :::

Nú er sá gamli bara búinn að vera á Hellu í voðalega marga daga..
Veðrið búið að leika við mann... já eða kannski leika sér að manni.. Þó ég sé nú að norðan, þá man ég ekki eftir svona rosalegu roki eins og var hérna..tjah, líklega á laugardaginn, gleraugun meira að segja fuku af nefinu.. Í gær var rigning...svaðaleg rigning.. svo mikil rigning að allt fór að leka...allavega eitt dómhúsið lak svo mikið að allt fór á flot og lókal tölvukerfið datt á hliðina.. Internetið henti sér úr sambandi á svipuðum tíma og rafmagnið fór, í smá stund... Það er óhætt að segja að nokkrir tóku undir sig fjölmörg stökk og valhoppuðu í takt við ljúfa tóna Gunnars Þórðarsonar, sem hafa svifið yfir vötnum allt mótið.... Allt komst í lag að lokum, en maður bíður bara eftir einhverju skemmtilegu :-)

Mótið verður formlega sett í kvöld og þá er eins gott að vera sæmilega á tánum...

Annars er ég búinn að spila tvö kvöld með lókalbandi hér einu sem heitir Ernir... Svo undarlegt sem það er, þá gerðist það í fjórða skipti á mínum "ferli" að trommarinn hætti eftir að ég var búinn að spila.... ekki gott mál sko...

Hafið það sem best elskurnar..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home