föstudagur, nóvember 19, 2004

::: föðurlegheit :::

Tjá... nú eru englarnir mínir sem ég hef saknað svo sárt upp á síðkastið komnir í sæluna hér fyrir norðan Laugarbakka..
Við feðgar ... þ.e.a.s ég og pápi minn.. fórum um hádegisbil til Reykjavíkur að sinna erindum..
Þar sem ferðalagið tók heldur lengri tíma sökum hálku og kaffiþorsta misstum við af einhverjum af þeim stöðum
sem við ætluðum að kíkja á... það skal tekið fram fyrir þá sem ekki vita að Reykjavík var svo pínulítil..
enn minni en núna... í kringum nítjánhundruðfimmtíuogsjö.. þegar hann karl faðir minn sem heitir alls ekki karl heldur helgi.. sem er jú kominn.. sko ekki hann heldur hún... helgin sko.. og jú reyndar er helgin líka komin.. þ.e.a.s. sú sem gengur í garð seinnipart föstudags.. ehemm.. ok.. allavega finnst honum pápa mínum...
honum Helga sko.. að það sé hægt að gera allt á engum tíma í reykjavík.. alveg eins og hér á tanganum... sem sagt.. þegar upp var staðið rétt náðum við að kíkja í fyrirtæki sem ber hið kunnuglega og kímna nafn "dengsi"... Þar vinnur hann Dengsi, sem er bara með einn handlegg... er alki.. óvirkur þó.. hætti að reykja fyrir 2 vikum og blótar öllu í sand og ösku... svo mikið að almestu sjóhundar hafa ekki roð í hann!!!! Hann er allavega í ljósdíóðu bransanum, sem er fokking snilld!!
Ég nenni samt ekki að fara í einhverjar nördapælingar að þessu sinni... allavega.. var þetta skrambi gaman.. o gþeir sem eiga leið fram hjá Rauðavatni (Morgunblaðsskiltið) og/eða þrengsla-veginum (örvar), geta séð þessi stórmerku fyrirbæri,s em ljósdíóður eru... Bísa mín.. ljósdíóður eiga sko heima í vetnishúsinu þínu vegna þess hversu litla orku þær brúka.. já ellegar hversu vel þær nýta orkuna...
aaaaaaaaaaalllavega.... eftir þessa skemmtilegu "heimsókn" fórum við feðgar að sækja 3ja ættliðinn... ekki samt með tölu.. heldur eingöngu drengina mína og eru þeir nú komnir til föðurhúsa.. og sofa þeir vært í hinu frábæra og stóra rúmi föður síns...
Þetta á eftir að verða frábær helgi!!!

Góða helgi öllsömul!!0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home