föstudagur, mars 03, 2006

::: leti leti :::

Jahérna hér.. bloggletin hefur heldur betur riðið feitum hesti hingað til og upp á síðkastið, en nú eru breyttir tímar!!

Ég ætla sem sagt að taka mig á í þessu sem öðru.. og hana nú!

Reyndar er kosturinn við að blogga svona sjaldan að það er kannski frá einhverju að segja.. Samt veit ég ekki alveg frá hverju skal segja núna..

jú jú.. hvaða hvaða.. það er frá nógu að segja... T.d. erum við skötuhjú flutt úr "sveitinni" í hundraðogfimm og erum því í tíumínútna göngufæri frá vinnum vorum.. og já .. ég er farin að vinna hjá Leikfélaginu við Kringluna og spúsan í næsta húsi, kringlunni við leikhúsið.. þannig að þetta er eins gott og það getur verið..

hjá leikfélaginu er Ronja uppi um alla veggi og svo eru að tínast inn þægileg aukadjobb eins og Stuðmenn á laugardaginn, Garðar Thor og breska gellan ásamt 20-30 manna bandi í L-höll í apríl... Einnig á svipuðum tíma erum við bræður að eltast við AÐAL djassarana; Jón Pál, Pétur Östlund, Árna Egils o.fl. með Pro-Tools í farteskinu vítt og breytt um landið.. það verður örugglega lærdómsríkt.. en hver veit nema ég bloggi meira um það síðar :-)
Svo er það að sjálfsögðu söngvarakeppnin um næstu helgi.. ekki það ég ætli að syngja, en ég mun a.m.k. reyna að gera sánd, þó það sé alltaf erfitt á tanganum.. það er eins og það búi 330 hljóðmenn á tanganum... með hér um bil fullri virðingu, þá er hvergi erfiðara að mixa en þar.. meira að segja ef Red-Club í St.Pétursborg er tekin með, þar sem blindfullir borisar ráða ríkjum... :-)
Allavega... hlakka til að koma "heim" og reyna að gera þetta almennilega..

ekki meira mont í bili...
Sjáumst heil...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home