sunnudagur, nóvember 16, 2003

....Þungur kúkur.....

assgoddi var þetta frábær snilldarsamkunda þarna í borgarfirðinum... ég skelf alveg af kátínu (kannski af einhverju öðru líka.. ekki gott að segja).
Föstudagskvöldið fór nú mest bara í það að innbyrgða áfengi í stórum skömmtum... hjá vel flestum allavega, og eru nú sjálfsagt einhverjir aðrir betur fallnir til að segja frá því heldur en undirritaður... Meira að segja mátti sjá vín á fólki, sem allajafna er bláedrú! (þetta hefur örugglega e-ð með tunglið að gera).
Laugardagurinn fór nær eingöngu í alsherjar líkamsþvott og svaml hjá kvennþjóðinni og stóð hann yfir í e-ð á 12. klukkustund..eða hér um bil.. Við karlarnir héldum okkur uppteknum við þetta venjulega þegar farið er í "sumar"-bústað.. EKKERT!.. eða þannig.. reyndar voru að sjálfssögðu gripnir nokkrir gítarar og trumbur og spilað .... og spilað.... og spilað... svo var líka spilað pictionary.. - trommarar á móti gítarhetjum, að sjálfsögu leyfðum við gígjslánunum að vinna... enda þykjum við Hin-ni kurteisir úr hófi fram.. SVO kom Gummi HSJ bassaleikari, þá breyttist ALLT.. skömmu síðar var hafist handa þar sem frá var horfið ´frá föstudagskvöldinu, við að smakka á ljúfum veigum og stóð sú smökkun e-ð fram á morgun.. það var einmitt um það leyti sem stúlkunum fannst þær orðnar nógu hreinar til að taka þátt í gleðinni með okkur, og segja baðferðum lokið... í bili a.m.k.. grill... grill... bjór og visssssgí... (landinn var skilinn eftir heima..).. svo var audda aksjónarí, kk vs. kvk (reyndar var það reynt e-ð líka á fös)... svo audda drykkjuleikir... he he he he.. ansi mikið magnað... he he he.. nú þótti kvenþjóðinnni þær vera orðnar skítugar aftur og skelltu sér í pottinn.. ásamt velflestum af okkur af sterkara kyninu.. sem þó voru óðfluga að tapa kröftum... .. meira að segja þeir sem eru "allajafna bláedrú" sáu ástæðu til að fá sér blunda í pottinum.. Þó voru aðrir, sem allajafna eru blindfullir sem þreyttust ansi mikið og var Gummi þar fremstur í flokki þar sem hann lá skælbrosandi í hornsófanum (inni í bústaðnum sko) meðvitundarlaus með öllu. Það var ekki fyrr en unnusta hans, steinunn súpergella, ætlaði e-ð að fara að tékka á honum, sem hann reis upp á hnén.. ennþá alveg brosandi allann hringinn, sneri sér við og ældi afturfyrir sófann... þannig að þið sem farið einhvertímann i bústað nr.5 ættuð að geta séð verksummerkin... Fyrr um kvöldið hafði blessuðum drengnum fundist hann heldur þungur og ákvað að losa sig við eitthvað af þessari aukaþyngd.. þó utandyra í þetta skiftið og geta sannleiksfúsir og forvitnir kíkt á verksummerkin sem eru augljós á meðan frost er úti. Einhvertímann reyndu nágrannar okkar að gerast félagslyndir í meira lagi, svo okkur þótti nóg um og sá undir hæla þeirra, undir ókvæðisorðum í þeirra garð áður en þeim tókst að nálgast húsið verulega..hehehe...

Eflaust hafa einhverjir lesið það á milli línanna að þarna hafi verið mikið drukkið... sem er reyndar hárrétt.. það var rosalega mikið drukkið, þó að magntöluskrá liggi ekki fyrir, enda er fólk ekki á einu máli um magnið. Samt eru allir á einu máli um að þetta hafi verið alveg assgoddi skemmtilegt..
Þess ber að geta að salernisferðir gengu bara alveg ljómandi vel, þessa helgina.. Helst var að menn væru í vafa um hvar sængin skildi útrbreidd..

Persónur og leikendur:

Ungir menn sem "allajafna eru bláedrú":
- Handsome sjálfur.
- Hin-ni

Ungir menn (mis-ungir þó), símapervertar, sem falla ekki undir áðurgreindan flokk:
- Angus Íón Rabbnar
- Undirritaður

Ungur maður með reynslu:
- Gvendur bassaleikari

Frillur, fylgifiskar og velgjörðarmeyjar:
- Helga kona Angusar, forstjóri og móðir
- Fý kona Djós
- B.dís frilla Hin-na og skemmtikraftur
- Trompónikka viðöngvannkennd, melódíkuleikari og fyllibytta
- Steinunn súpergella spúsa reynsluboltans

Einnig var Lára Hrund, afkvæmi Angusar og konu hans með í för, sem varð til þess að forstjórinn var ekki með nein læti að þessu sinni..


.......Þessi kúkur á að vera Þungur........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home