fimmtudagur, nóvember 25, 2004

::: quemsteng :::

Jæja.. Ég hef frestað fyrirhugaðri menningarferð til höfuðborgarinnar um komandi helgi. Skal þess í stað eyða hluta af helginni með sláturgerðarfólkinu og guðmundi bróður mínum og spúsu hans.
annars er allt við það sama.. eða svona hér um bil.. tjá tjá..
er ekki e-ð stuð fyrirhugað? eða er kannski bara ekkert stuð framundan? er fólk bara að bíða eftir jólunum? eða er fólk að bíða eftir engu? hmmm... haaa?
Hvað um að hafa spilakvöld á þinghúsinu eins og einu sinni í denn? þá er ég ekki að tala um hljóðfæraspilakvöld, heldur spilaáspilakvöld... eða öllu heldur borðspilaspilakvöld...

svo er voða hugur í tananum og fleirum að vera með gigg á þinginu r+ett fyrir jólin... kannski þ. 18.des.. svo er líka hugmynd um skondna uppákomu á þorláksmessu..úti... en það er leyndó..ennþá...
olllllrætí ðenn... ledds gó..



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home