mánudagur, desember 06, 2004

::: tíví :::

Það er sko gaman í reykjavíkinni núna!!..
alla síðustu viku er ég búinn að vera að vinna við þessa sjónvarpsseríu "Kallakaffi"... Við tökum upp þátt á dag, sem er rosalega magnað... Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel...svo vel að í dag tókum við 2 senur sem átti að taka upp á morgun plús það sem átti að taka upp í dag... Ég er nokkuð viss um að þessi sería á eftir að njóta nokkurra vinsælda... enda magnaðir leikarar á ferðinni... herlegheitin verða svo sýnd á rúv.. (off kors) í febrúar..
Það eru sem sagt tæpar 2 vikur eftir af þessu.. væri alveg til í meira svona sko!!!...

Svo er annar plús við þetta... ég þarf ekki að hlusta á helgu möller og eika hauks allan daginn, alla daga... syngjandi þessi blessuðu jólalög sem byrjað er að spila í ubbartinu allt of snemma...

hafið það gott dúllurnar...

sigurvald kveður úr borg óttans.. í bili a.m.k.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home