fimmtudagur, ágúst 24, 2006

::: grobb :::

Það var gaman að lesa ummæli eftir tónleikana á Klambratúni / Miklatúni, s.l. laugard.

Jónas Sen skrifaði m.a. í gagnrýni sinni í mogganum: "...Hljómsveitin spilaði oftast ágætlega og var hljóðblöndunin (sem alltaf er vandasöm þegar heil sinfóníuhljómsveit á í hlut) vel heppnuð."
Eins var Þórunn Sigurðadóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar hress með þetta: (Fyrirsögn) "Ótrúlega góður hljómburður á Miklatúni". Og svo seinna í viðtalinu: ".. Mér fannst þeir **tónleikarnir** mjög glæsilegir og hljómburðurinn á túninu var ótrúlega góður".
Hjálmar H. Ragnars sagði "Um kvöldið fórum við fjölskyldan rakleitt á tónleikana á MIklatúni, sem voru framúrskarandi vel heppnaðir".

Ég bara gat ekki stillt mig um að grobba mig af þessu...

yfir og út..

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta

25 ágúst, 2006 23:56  
Anonymous Nafnlaus said...

WWRRRAAAAAAARRRRRRRRRR!!!!!!!!

26 ágúst, 2006 20:48  
Blogger pallilitli said...

Já ég segi það líka Silli minn. Hjartnalega til hamingju og VVVRRRRRRÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚMMMMMMMMMM...... eða eitthvað.

28 ágúst, 2006 17:57  

Skrifa ummæli

<< Home