miðvikudagur, október 08, 2003

sviti sviti....

Úr því að æfingin sem átti að vera í kvöld féll niður, vegna lasleika nærri því allra hljóðfæraleikaranna, ákvað ég að skella mér samt í Strandbæ og æfa mig.. það er eitthvað sem gerist ekki allt of oft, miskosti ekki síðan við æfðum í byrginu hennar gínu.. maður var uppfullur af Átrúnaðargoðunum-með-stórum-staf nánar tiltekið John Bonham og Chad Smith sem ég er búinn að liggja yfir að undanförnu.. þvílíkir snillingar eins ólíkir trommarar og þeir eru. Ég byrjaði nú samt á því að æfa mig að verða eins og trommuheilinn hjá Avril Lavigne (jor folt Sigrún :-)). Tók svo til við að æfa og æfa og æfa og æfa öll helstu trikkin frá þessum áðurgreindu snillingum alveg þangað til að ég varð sveittari en allt og farinn að stífna verulega og bassatrommupedallinn þar að auki orðinn sjóðandi heitur...... En það er alveg á hreinu að ég er að fara að gera þetta oftar!

þetta er sko betra en eitthvað hlaup í roki og rigningu!!

goíng hóm....svít hóm

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home