föstudagur, september 26, 2003

loksins loksins...

Hljóðtæknir
Hljóðtæknir starfar við Útvarp, Sjónvarp, Hljóðver, Myndver, Margmiðlun og Sviðslistir.
Hljóðtæknir hljóðritar eða fangar talað mál og tónlist ýmist til notkunar strax eða til geymslu eða notkunar síðar. Hann hefur sérþekkingu á hljóðnemum og hljóðnematækni og á tækjum þeim tengdum sem og hljóðhönnun. Hann leggur alla kapla og snúrur sem þarf til verkefnisins og tengir saman og prófar allan þann búnað sem á þarf að halda. Einnig sér hann um að rafmagnsþörf sé mætt og skipuleggur vararafmagnsleiðir ef á þarf að halda. Við störf á vettvangi, innan um almenning, þarf hljóðtæknir að taka tillit til öryggisþátta vegna þess tækjabúnaðar sem hann notar þar. Hann stjórnar hljóðblöndun við allar hljóðritanir og/eða hljóðmiðlun á vettvangi, í færanlegum hljóðverum og staðbundnum hljóðverum. Hann sér um klippingar, samskeytingar og lagfæringar á efni, langoftast í stafrænu tölvuumhverfi eða aðra þá eftirvinnslu efnisins sem óskað er eftir. Hann auðgar upprunahljóð með ýmsum áhrifatækjum og hugbúnaði (effects) eða jafnvel hljóðskreytiefni/aukahljóðum. Hann kemur efni fyrir í því formi sem óskað er eftir og skrásetur upplýsingar um það. Hann sér um hljóðsetningu til dæmis við kvikmyndir og talsetningu myndefnis í hljóð- og myndveri. Við beinar útsendingar í útvarpi og sjónvarpi sér hljóðtæknir einnig um samband við höfuðstöðvar frá vettvangi sem getur verið á símalínum á milli lands- eða bæjarhluta, með ljósleiðara, í loftinu, með gerfihnattatækni eða öðrum leiðum. Við beinar sjónvarpsútsendingar þarf hljóðtæknir oft á tíðum að samræma tal og mynd með sérstökum tækjabúnaði. Hljóðtæknir les af mælitækjum sem notuð eru við ýmsar aðstæður, t.d. þar sem mæla þarf bergmál eða hljómburð á einhvern hátt eða sendistyrk af ýmsum tækjum sem notuð eru. Hann þarf að hafa góða tölvuþekkingu og gott vald á ensku. Hljóðtæknir situr í útsendingarstjórn í útvarpi og tengir saman eða á milli hljóðvera við útsendingar eða stýrir tækjum þeim sem spila dagskrárefnið. Hljóðtæknir þarf að hafa “Gott eyra” og/eða tónlistarmenntun.

Nú veit maður hvað á að gera....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home