mánudagur, janúar 26, 2004

Og þá.....

Skrýtið.. Nú er bara allt dottið í dúnalogn og rútínan verður aftur hversdagsleg.
Tölvan mín er svahakalegt tryllitæki!! jeeedúddamía.. búinn að vera að spila Need for speed / Underground, eins´og lítill strákur.. þvílíkt fjör. Ég gjörsamlega missti mig í honum í gærkvöldi eftir tónleikana..... wwwwrrrrrooooommmmmm.. Það var ekki fyrr en eftir 1 og hálfan sígarettupakka og tvo bjóra (það er allt í lagi að vera aðeins í því á 300 km/h), sem ég nauðbeygði sjálfan mig til að ganga til náða..

Dagurinn í dag er fremur stuttaralegur.. Jarðaför, þannig að er engin kennsla eftir hádegið...

Já... 1 N. ég var e-ð að hrósa Klinkfamily draslinu... auðvitað er það bilað hjá mér eins og öllum öðrum, ætla samt að gefa því smá séns í viðbót..

sí búmm sí búmm..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home