mánudagur, nóvember 07, 2005

::: jahérnahér :::

Svei mér þá ef það ætlar ekki bara að takast að blogga eilítið..

Það er búin að vera ansi mikill asi upp á síðkastið… já já.. sei sei..
Helst ber að nefna Pink-Floyd tribbjútið, sem verið er að æfa um helgar á tanganum fína.. þetta ætlar barasta að smella svona ansi vel.. enda flestir svakalegir snillingar sem þar eru á ferð 

Það var ansi skemmtilegt að koma norður og spila þarna um daginn með reykvísku hljómsveitinni Signia.. . afskaplega gaman að sjá hissuð andlit er þau föttuðu hver barði bumbur… maður svona snyrtilegur um höfuðið og með ný gleraugu, þannig að sumir voru smá stund að kveikja á þessu… bara enn skemmtilegra hehe…

Svo er það helst að frétta að ég er að hætta störfum hjá extoninu, sem er hið besta mál…
Og að síðustu… íbúðin mín er til sölu…. Svo ef þið vitið um einhvern sem vantar þak yfir höfuðið, þá vitið þið hvað gera skal… og ef þið vitið það ekki, þá er upplagt að smella hér…

Over and át…

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home