laugardagur, maí 01, 2010

::: Þetta er ennþá til :::

Ég hélt svei mér að þeir blogger-bræður væru búnir að henda út síðunni minni, sökum náttúruleysis.
Af einhverjum ástæðum fór ég í gegn um hana meira og minna alla nú fyrir skemmstu. Það er margt bullið ritað hér og lókal-húmorinn ríður rækjum í hvívetna, svo ekki sé meira sagt!

Nú sit ég hér í bestu borg í heimi (samkvæmt hávísindalegum könnunum) og bíð þess að finna eitthvað almennilegt að gera, en það er ekki alveg hlaupið að því hér í bæ frekar en annarsstaðar á þessum síðustu og lang-verstu. Ekki það að ég bíði eftir því að hlutirnir detti upp í hendurnar á mér.. enda hefur það sjaldan gefið mikið af sér. Nú er sem sagt næst að sækja um hálfgert húsvarðarstarf í barnaskóla á Amager. Það væri nú saga til næsta bæjar ef ég, sjálfur hljóð-snillingurinn (sem ég er!) endaði sem húsvörður í barnaskóla. En eitthvað verður að gera, þó að mér leiðist ekki beinlínis bóhem lífið, enda þótt fremur latur í gegn um tíðina.
Svo er önnur leið.. Mennta sig eitthvað. Eftir því sem ég kemst næst er næstum alveg hægt að lifa af því að vera í skóla hérna (og gigga smá með), þar fyrir utan væri gaman að geta sett flottan, danskan titil við nafnið í símaskránni/krakkinu.
Þar næst er svo að heimsækja hinn eldspúandi hraunshólma þarna norðurfrá, hitta famelíu og vini og aðra vandamenn.

Ég læt þessari bloggæfingu lokið að sinni og kannski.. hver veit, kemur eitthvað meira og þá væntanlega fyrr en seinna, nema síðar verði..

og já.. ég á 12 ára strák sem á afmæli í dag.. tæm flæs!!

óver and át.

1 Comments:

Blogger pallilitli said...

Já. Þetta var nú aldeilis skemmtilegt. En núna ertu kominn hinn eldspúandi hraunshólma eins og þú skrifar en samkvæmt þessu (http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=hraunh%C3%B3lmi&ordmyndir=on) þá á ekki að vera s í hraunhólma. En það er allt í lagi að þú skrifir svoleiðis því þú varst í Danmörku og þar er svo margt vitlaust skrifað :-)

19 september, 2010 09:14  

Skrifa ummæli

<< Home