mánudagur, ágúst 16, 2004

::: skemmtileg helgi :::

Já það var ansi hreint gaman hjá okkur í hljómsveitinni sem ég man ekki hvað heitir... palli man það.... á lau.. Sett var saman band í tilefni ættarmóts í Ásbyrgi... band þetta samanstóð af mér, er barði ofurblítt á bumbur, Gósa sem strauk 6 strengda spýtu, Les-Paul er kitlaði 4 strengda lág-gígju og einaribróðurpáls er þjappaði lofti í erg og gríð... tókst þetta vonum framar og voru allir komnir út fljótlega eftir að við byrjuðum... hehehe... nei nei.. þetta var gaman og er talið að flestir hafi skemmt sér nokkuð vel..
Ég er búinn að hafa afkvæmin mín í rétt tæpar 2 vikur og hafur það verið svona líka voðalega skemmtilegt og verður þeirra sárt saknað af föður sínum, er þeir hverfa aftur til borgarinnar, til móðurhúsanna...

Sverige er á dagskránni, ásamt fleiri skemmtilegum stöðum, sem verður ekki farið nánar út í að þessu sinni...

Ég er sem sagt á lífi og ekki sokkinn í sollinn, (heyrði það um daginn að ég væri sokkinn djúpt í fen spillingarheims, þar sem ólöglegir vímugjafar ráða ríkjum!!!!!)...

Svo að lokum... hér er 1 stk lag, sem heitir Coma... væri gaman ef þið kíktuð á þetta og segið í hreinskilni hvað ykkur finnst..

einíveis... hevv a gúdd tæm...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home